65.000 börn flúðu heimili sín á einum degi vegna stigvaxandi átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

122.000 manns flúðu heimili sitt á einum degi eftir að átök stigmögnuðust í austurhluta Lýðstjórnarl…
122.000 manns flúðu heimili sitt á einum degi eftir að átök stigmögnuðust í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Átök hafa staðið yfir í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í meira en tvo áratugi. Nú hafa átökin stigmagnast í kjölfar heimsóknar Francis páfa til landsins sem kom til þess að flytja boðskap um frið og sátt í landinu. Vegna stigvaxandi átaka neyddust meira en 122.000 manns, þar af 65.000 börn, til þess að flýja heimili sín daginn sem átökin stigmögnuðust. Þessi fjöldi barna eru berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun.

Vopnaðir hópar nota kynferðisofbeldi sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum til að hræða þau. Þau börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum standa frammi fyrir krefjandi áskorunum. Erfitt er að tilkynna glæpinn og þau óttast hefndaraðgerðir, auk þess sem stuðningur og þjónusta er lítil.

Átökin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eru á milli M23 vígbúinna fylkinga og FARDC (hersveitar Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó) 60 km vestur af Góma. Í haust hófu Barnaheill - Save the Children á Íslandi götubarnaverkefni í Góma og er verkefninu ætlað að styðja við og vernda börn sem búa á götunni í Goma. Börnin hafa orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka.

Hér er hægt að lesa nánar um núverandi flóttamannaástand í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Hægt er að styðja við börn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó með því að kaupa:

 

Með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur stuðningsaðili Barnaheilla, hjálpar þú okkur í baráttunni gegn ofbeldi á börnum.