9 milljón barna gætu dáið úr lungnabólgu næstu 10 árin ef ekki er brugðist við

Luc*, 19 mánaða, með móður sinni Makenda*, nýtur meðferðar við alvarlegri lungnabólgu í Lýðveldinu K…
Luc*, 19 mánaða, með móður sinni Makenda*, nýtur meðferðar við alvarlegri lungnabólgu í Lýðveldinu Kongó.
*Nöfnum hefur verið breytt

Daganna 29.-31. janúar munu leiðandi samtök í heilbrigðis- og barnamálum koma saman á ráðstefnu í Barselóna, The Global Forum on Childhood Pneumonia,  þar sem fjallað verður um lungnabólgu barna, en þetta er fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn sem fjallar um málefnið. Markmið ráðstefnunnar er að efla viðleitni til að berjast gegn lungnabólgu en viðbrögð alþjóðasamfélagsins gætu komið í veg fyrir að níu milljón börn látist af völdum lungnabólgu og annarra helstu sjúkdóma næstu tíu árin. 

Lungnabólga er helsta dánarorsök barna í heiminum, en 800.000 börn létust af völdum lungnabólgu árið 2019, eða eitt barn á hverjum 39 sekúndum. Lungnabólga stafar fyrst og fremst af bakteríu, vírusum eða sveppum og berjast börn fyrir andardrætti þegar lungun fyllast af greftri eða vökva.

Í nýrri rannsókn sem unnin var á vegum Save the Children og John Hopkins háskóla er áætlað að 6,3 milljónir barna yngri en fimm ára muni deyja úr lungnabólgu á árunum 2020 - 2030 ef núverandi þróun heldur áfram. Barnadauði af völdum lungnabólgu er algengastur í fátækustu löndum heims og eru flest dauðsföll áætluð í Nígeríu (1,4 milljónir börn), Indlandi (880,000 börn), Lýðveldinu Kongó (350,000 börn) og Eþíópíu (280,000 börn). 

Samkvæmt áðurnefndri rannsókn þá gæti aukin meðferð við lungnabólgu í heiminum ásamt forvörnum, bjargað 3,2 milljónum barna yngri en fimm ára næstu 10 árin. Það myndi einnig skapa gáruáhrif sem gæti komið í veg fyrir að 5,7 milljónir barna deyi af völdum annarra helstu barnasjúkdóma eins og niðurgangs, blóðsýkingu eða mislingum. Það gerir samtals 8,9 milljón barna sem hægt væri að bjarga.

Þróunaraðstoð sem miðar að því að bæta næringu barna, veita sýklalyf, auka bóluefni og miðla að aukinni brjóstagjöf mæðra eru lykilaðgerðir sem gætu dregið úr barnadauða vegna lungnabólgu, en einnig komið í veg fyrir barnadauða af völdum annarra sjúkdóma. Auknar bólusetningar barna gætu einar og sér haft mikil áhrif á útkomu barnadauða vegna lungnabólgu en ennþá eru tugir milljónir barna óbólusett í heiminum – bólusetningarlyf við lungnabólu kostar 125 krónur (1 bandaríkjadal).

Fjöldi barna sem hægt væri að bjarga er hugsanlega mun meiri en niðurstöður rannsóknarinnar sýna, þar sem ekki var tekið tillit til þátta eins og loftmengunar sem er einn helsti áhættuþáttur lungnabólgu. Þessar niðurstöður sýna hvað er mögulegt. Það er siðferðislega rangt að standa aðgerðalaus og leyfa milljónum barna að deyja vegna þess að þau fá ekki bóluefni, sýklalyf eða súrefnismeðferð. Segir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi.

Samkvæmt rannsókn sem Institute for Health Metrics and Evaluation framkvæmdi þá spilar mengun stóran þátt í barnadauða þeirra barna sem deyja af lungnabólgu. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að ytri loftmengun veldur 17,5% dauðsfalla þeirra barna sem deyja af lungnabólgu. Hins vegar veldur mengun á heimilum um 29,4% af barnadauða vegna lungnabólgu. Þetta er stórt vandamál sem nauðsynlegt er að takast á við eins og aðra þætti sem mögulega stuðla að barnadauða vegna lungnabólgu.

 Þú getur lagt þitt af mörkum við að styðja verkefni Barnaheilla:

 

Gerast heillavinur                       Stakur styrkur/Frjáls framlög