Barnaheill þakka frábærar viðtökur við Símalausum sunnudegi

Barnaheill þakka fjölskyldum kærlega fyrir þátttökuna í Símalausum sunnudegi.

Markmið Barnaheilla með átakinu er ekki að varpa skugga á símann heldur að vekja fólk til umhugsunar um hvað skjárinn er orðinn stór partur af lífi okkar og hvernig við getum sinnt sjálfum okkur og öðrum sem okkur þykir vænt um betur ef við temjum okkur ábyrga skjánotkun.

Þátttakendum gafst kostur á að taka lauflétt og skemmtilegt símapróf sem bar heitið ,,Getur þú verið símalaus í 12 klukkutíma?" Þáttakan var mikil og höfum við dregið út átta heppna vinningshafa sem fá fjölskylduvæna útdráttarvinninga.  Vinningarnir eru eftirfarandi: 

  1. Elding Hvalaskoðun Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn í Hvalaskoðun
  2. Keiluhöllinn. Shake og pizzur fyrir fjóra og gjafabréf í keilu.
  3. Rush. Gjafabréf fyrir tvö börn í 90 mín í hopp
  4. Mínigarðurinn. Gjafabréf fyrir fjögurra manna fjölskyldu í 9 holu hring
  5. Kifurhúsið. Gjafabréf fyrir eina fjölskyldu í fjölskyldutíma í klifur
  6. Kifurhúsið. Gjafabréf fyrir eina fjölskyldu í fjölskyldutíma í klifur
  7. Munum Fjölskylduspilið Út fyrir Kassann
  8. A4. Las Vegas Royal fjölskylduspil

Við vonumst til að þau sem tóku þátt og aðrir sem fylgdust með bæti jafnvel símalausum klukkustundum inn í hversdaginn og búi þannig til meiri tíma fyrir sjálf sig og börnin á heimilinu.

Að lokum viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að vekja athygli á deginum.