Börn búa við rafmagnsleysi í miklum kulda í Úkraínu

Raforkuframleiðslugeta í Úkraínu hefur minnkað um meira en helming síðan í október eftir að Rússar settu meiri kraft í árásir sínar í garð Úkraínumanna. Rafmagnsleysi hefur áhrif á allt landið og mörg heimili eru oft rafmagnslaus í 8-12 klukkustundir á dag. Þetta kemur sér illa yfir vetrarmánuðina en nú í janúar hefur kuldinn farið niður í -15 stiga frost sumsstaðar í landinu. Rafmagnsnotkun sjúkrahúsa er í forgangi og er reynt að tryggja að sjúkrahús hafi ávallt rafmagn. Fjöldi barna fæðist á sjúkrahúsunum í Úkraínu við erfiðar aðstæður.

,,Börn sem fæðast í kulda fæðast ekki við góðar aðstæður. Við reynum eftir bestu getu að halda spítalanum gangandi með rafmagni en stundum verður rafmagnslaust. Þá getum við einungis veitt fyrstu aðstoð og óskað eftir brottflutningi fyrir nýbura og aðra sjúklinga,”

segir forstjóri héraðssjúkrahúss í Sumy héraði, sem liggur við landamæri Rússlands. Í Sumy hafa átök verið hörð milli Rússa og Úkraínumanna.

Barnaheill – Save the Children starfa í Úkraínu og veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð. Við meðal annars dreifum vetrarklæðnaði og teppum til barna á svæðum þar sem átök eru. Við gefum fjölskyldum hitara, kol fyrir ofna, mat, reiðufé, eldsneyti, sálrænan stuðning og fleira.

Lesa nánar á fréttasíðu alþjóðsamtaka Barnaheilla hér

 

Með því að gerast Heillavinur, mánaðarlegur stuðningsaðili Barnaheilla, hjálpar þú okkur í baráttunni gegn ofbeldi á börnum.