Hugrakkar stúlkur á flótta undan heimilisofbeldi, hungri og átökum.

Heimilisofbeldi, hungur, átök og von um betri framtíð eru helstu ástæður þess að stúlkur leggjast á flótta og leita að betra lífi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var af Barnaheillum – Save the Children.

Rannsóknin birtist í skýrslunni Girls on the Move eða Stúlkur á flótta, sem byggist á gögnum frá þremur heimsálfum og er kynnt í dag, 6. október.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að:

  • Heimilisofbeldi og annars konar kynbundið ofbeldi er helsta ástæða þess að stúlkur í Mósambik og Sambíu flýja til Suður-Afríku. Meirihluti stúlknanna segjast leitast eftir betri framtíð í Suður-Afríku og vonast eftir að geta menntað sig eða fengið góða vinnu.
  • Átök eru helsta ástæða þess að stúlkur flýja heimili sín í Miðausturlöndum til Balkanskaga. Kynbundið ofbeldi er einnig ástæða þess að þær leggja á flótta en einnig leggja þær á flótta vegna þvingaðra hjónabanda og heimilisofbeldis.
  • Fæðuöryggi er helsta ástæðan þess að stúlkur flýja frá Venesúela til Kólumbíu. Í Venesúela þjást 28% þungaðra stúlkna og kvenna af alvarlegri vannæringu.
Þegar fjölskyldan mín ákvað að flýja frá Afganistan setti ég skilyrði: að við færum þangað sem ég get fengið vegabréf og get unnið, þau virtu það,

sagði Nadene, 18 ára sem settist að í Bosníu-Hersegóvinu. Rannsóknin varpar ljósi á stöðu stúlkna í þeim löndum sem þær eru að flýja frá. Einnig er ferðalag þeirra skoðað og hvaða hindrunum þær mæta í leit sinni að betra lífi. Í sumum tilvikum eru stúlkurnar komnar á áfangastað og er þá hið nýja líf borið saman við stöðu þeirra í heimalandinu. Sögur stúlknanna sýna fram á þau alvarlegu brot sem eru á réttindum þeirra sem og þeirra styrkleika sem þær búa yfir, staðfestu og getu til að gefast ekki upp. ,,Stúlkur flýja frá erfiðum aðstæðum og flóttinn getur einnig reynst þeim þungbær. En burt séð frá þessari erfiðu reynslu þá virðast þeim vegna vel í viðtökulandinu. Þær fá góðar móttökur, betri kjör, þær giftast seinna, eignast færri börn og mennta sig,” segir Helena Thybell, framkvæmdastjóri Save the Children í Svíþjóð.

Hugrökkustu stúlkurnar í heiminum eru þær sem eru á flótta og hafa hugrekki til þess að yfirgefa heimili sitt og fjölskyldu í leit að vernd, menntun og mat. En stúlkur á flótta eru virkilega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og er nauðsynlegt að þær fái alla þá aðstoð sem þær þurfa þegar þær eru komnar á áfangastað. Það vantar rannsóknir til að hjálpa okkur við að skilja aðstæður þeirra og hvaða tæki og tól við þurfum til að vernda þær. Þessar rannsóknir gætu veitt okkur dýpri þekkingu á því hvernig við getum náð til og stutt stúlkur á flótta. Með því að vernda þær og veita þeim góðar móttökur getum við boðiðþessum stúlkum betra líf sem skapar einnig betri aðstæður fyrir næstu kynslóð í nýja landinu," 

heldur Thybell áfram.

Skýrslan Stúlkur á flótta er hluti af herferðinni Lína það er ég! sem er alþjóðlegt átak að frumkvæði Astrid Lindgren Company í samvinnu við Barnaheill sem styður við stúlkur á flótta. Lína Langsokkur er skáldsagnarpersóna sem Astrid Lindgren bjó til fyrir 75 árum síðan þegar seinni heimsstyrjöldin var að taka enda og milljónir stúlkna voru á flótta. Í dag neyðast mun fleiri stúlkur til að yfirgefa heimili sín, ekki bara til nýrra borga heldur einnig til nýrra landa. Þær þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Hér er hægt að lesa sér meira til um Lína það er ég!

Hér er hægt að styðja við stúlkur á flótta.