Jólakort Barnaheilla 2017

Jólakort Barnaheilla er komið út. Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði af sölu kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.

 

Jolakort2017-skorid-17x12-LWR

Jólakort Barnaheilla er komið út. Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði af sölu kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna. Að þessu sinni er það Áslaug Jónsdóttir bókverkakona sem gerir jólakortið. Áslaug segir þetta um hugmyndina að baki: „Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauð sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt“.

Jólakortin fást í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og Akureyri, í A4 og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. 
Við sendum líka út á land. Hægt er að panta jólakortin í síma 553 5900 eða með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is.
Sé um póstsendingu að ræða, má leggja inn á reikning Barnaheilla 0327-26-002535, kt. 521089-1059.

Sjá nánar um jólakort samtakanna.