Nemendur í Búrkína Fasó fá hjól frá Barnaheillum

Í tíu ár hafa tæplega 3000 íslensk börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrra vor var í fyrsta sinn í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp er gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum okkar kominn á leiðarenda í Búrkína Fasó. Hjólunum verður úthlutað til nemenda í skóla sem ABC barnahjálp styður við, til að stytta sér leiðina í skólann á hverjum degi.

 

 

 

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif.
Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.