Ný stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

ny_stjorn_minniAðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn 4. maí sl. Sex nýir einstaklingar voru kosnir í stjórn samtakanna.

ny_stjorn_minni
F.v. Helgi Ágústsson formaður, Ásta Ágústsdóttir varaformaður, Kristjana Milla Snorradóttir, Ágúst Þórðarson, Dögg Pálsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Tryggvi Helgason og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur, Helgu Sverrisdóttur og Jóhannes Jónsson.

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn 4. maí sl. Sex nýir einstaklingar voru kosnir í stjórn samtakanna.

Helgi Ágústsson heldur áfram sem formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi en hann hlaut brautargengi til næstu tveggja ára. Þá var Ásta Ágústsdóttir kjörin varaformaður til næstu tveggja ára. Meðstjórnendur eru Ágúst Þórðarson, Bryndís Guðmundsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Helga Sverrisdóttir og í varastjórn eru Jóhannes Jónsson, Kristjana Milla Snorradóttir og Tryggvi Helgason.

Á fundinum var  farið var yfir ársreikninga Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Það var álit fundarmanna  að  þrátt fyrir erfitt árferði væri fjárhagslega staða samtakanna sterk og að tekist hefði að halda áætlanir. Ársskýrsla samtakanna verður aðgengileg á vefnum (www.barnaheill.is) í lok maí.