Síerra Leóne – Þúsundir barna þurfa á aðstoð að halda eftir mannskæðan bruna í höfuðborginni

Eldur braust út í hjarta Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne í lok síðasta mánaðar. Á svæðinu bjuggu margar af fátækustu fjölskyldum landsins og varð eldurinn til þess að allt brann til grunna á örfáum sekúndum. Þúsundir manna, þar á meðal börn, urðu heimilislaus og fjölda barna er saknað.

Samkvæmt yfirvöldum í Síerra Leóne er áætlað að 7.093 manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af brunanum, þar af 3.352 börn. Orsök eldsins er enn ekki ljós en talið er að einhvers konar rafmagnsbilun hafi átt sér stað vegna sterkra vinda sem löskuðu rafmagnslínum. Vegna þess hvað svæðið er byggt þröngt þá breiddist eldurinn mjög hratt út.

Heather Campbell framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Síerra Leóne segir aðstæður í miðborginni vera erfiðar.

Ég var gjörsamlega miður mín þegar ég fór á staðinn. Fjölda barna er saknað og önnur hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er hræðilegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af börnunum og fjölskyldum sem verða fyrir áhrifum frá þessum bruna. Þúsundir fjölskyldna á svæðinu hafa búið við skelfilegar aðstæður en nú er aðstæðurnar enn verri þar sem þær misstu allt á örskotsstundu þegar eldurinn breiddist út. Þær misstu allt sem þær áttu: föt, þann litla mat sem til var, peningana sína – allt er horfið. Þetta eru helst fjölskyldur í smáviðskiptum sem hafa átt erfitt með að sjá fyrir börnunum sínum. Þær búa við erfiðar aðstæður, í yfirfullum smárýmum undir málmþökum.

Börn misstu allt í brunanum, þar á meðal skólabúninga og er þeim bannað að koma í skólann á meðan þau klæðast ekki skólabúningum.

,,Ég glataði öllu í brunanum, þar á meðal skónum mínum og skólabúningnum. Ég á að vera í skólanum að taka próf, en ég má ekki mæta því ég á ekkert til að fara í,“ segir Musa, 16 ára, en honum er ekki hleypt inn í skólann nema að hann klæðist skólabúningi.

Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne hafa brugðist við neyðinni og styðja samfélagið með því að útvega vatn, kex og matarpakka til fjölskyldnanna. Samtökin útvega einnig skólabúninga fyrir börn svo þau geti haldið áfram að mæta í skólann. Aðgengi að svæðinu er mjög takmarkað en engin faratæki komast þar að. Samtökin vinna náið með yfirvöldum til að tryggja að börn séu örugg og þeim sé veitt áfallahjálp vegna brunans.

Bruninn gjöreyðilagði miðbæinn sem kallast Surfer's Bay í höfuðborg Sierra Leóne

.

Svona leit Surfer's bay út fyrir brunannSvona leit Surfer's bay út fyrir brunann

Flestir sem bjuggu á Surfer's Bay svæðinu stunduðu smáviðskipti

Göturnar voru þröngar í Surfer's Bay og eldurinn fór hratt um

Starfsfólk Barnaheilla - Save the Children í Síerra Leóne veita fjölskyldum sem misstu allt í brunanum aðstoð.

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif.
Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.