Barnaheill þakka fyrir stuðninginn

Nú er haustsöfnun Barnaheilla lokið, þar sem Línu-armbönd voru seld frá 26. ágúst - 6. september.  Armböndin seldust mjög vel og þökkum við öllum kærlega fyrir stuðninginn. Allur ágóði af sölunni rennur til þróunarverkefnis Barnaheilla í Pujehun héraði í Síerra Leóne, þar sem lögð er áhersla á vernd stúlkna gegn ofbeldi. 

Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og Harpa Rut Hilmarsdóttir stjórnarformaður Barnaheilla heimsóttu Síerra Leóne á meðan söfnunin stóð yfir og skoðuðu aðstæður stúlkna í Pujehun héraði. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál og sáu þær að þörfin er gríðarleg. Barnaheill munu vinna með samfélögunum í 10 þorpum við að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum o.fl. Munu börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri taka þátt í verkefninu.
 

Enn eru örfá armbönd eftir í vefverslun Barnaheilla og hægt er að kaupa þau hér.