Þekkir þú einhvern sem á skilið viðurkenningu?

Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla og er öllum frjálst að senda inn tilnefningu. Tilnefningarnar fara fram í gegnum vefsíðu Barnaheilla en hægt er að tilnefna einstaklinga, félagasamtök, stofnun eða aðra hópa. Frestur til að senda inn tilnefningu rennur út 15. október 2023.

Viðurkenningarhafa fyrri ára má sjá hér

Tilnefna hér