Upprætum fátækt á Íslandi

Áskorun til stjórnvalda um að uppræta fátækt á Íslandi

Fátækt meðal barna fer vaxandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld að setja sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi. Fátækt hefur aukist undanfarin ár en árið 2021 bjuggu 12,7% börn við fátækt.

Fátækt er brot á mannréttindum barna og á ekki að líðast í íslensku samfélagi. Barn sem býr við fátækt hefur ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og því ber okkur sem samfélagi að tryggja þeim öllum mannsæmandi líf.

SKRIFAÐU UNDIR HÉR