Verndum börn gegn ofbeldi

Í dag hefst Haustsöfnun Barnaheilla og stendur yfir til 10. september.  Armbönd verða seld víðsvegar um landið og í vefverslun Barnaheilla til styrktar erlendu starfi Barnaheilla. Fjármagnið sem safnast nýtist meðal annars til aðstoðar við börn sem gengið hafa til liðs við vígahópa á átakasvæðum, til að koma undir sig fótunum á ný, við veitum stúlkum öruggt umhverfi til menntunar, þjálfum kennara í jákvæðum kennsluaðferðum og virðingarríkum samskiptum, hjálpum börnum sem brotið hefur verið á að leita réttar síns og að ná fram réttlæti og viðveitum börnum á átakasvæðum geðheilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt.

Kautu armbandið hér

Armböndin frá Síerra Leóne

Armböndin sem seld eru í Haustsöfnun Barnaheilla 2023 eru umhverfisvæn, framleidd úr óbrenndum kaffibaunum sem eru hvítar að uppruna en ein baun er lituð rauð í hverju armbandi. Armböndin eru gerð af handverksfólki sem starfa á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Framleiðsluferlið tók um fjóra mánuði og fékk handverksfólk laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.

Hér má sjá þau sem framleiddu lyklakippurnar fyrir Barnaheill

Frá vinstri: Jenneh Momoh, Baindu Amara, Jurna Lahai (male, behind), Adama Lahai, Hannah Samura, Isatu Mansaray, Massah Dukalay