Vináttu Málþing

Þann 3. nóvember verður Vináttu- málþing frá kl 12:30-17:00 á Grand hótel í Reykjavík. Öllum leik- og grunnskólum auk frístundaheimila er boðið að taka þátt en þó verður takmarkaður sætafjöldi.

Á málþinginu verður boðið upp á fræðslu um hugmyndafræði Vináttu, helstu nýjungar kynntar auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að deila reynslu sinni og hugmyndum af vinnu með Vináttu.

Ítarlegri dagskrá verður send út síðar.

Verð kr. 5.000 og eru kaffiveitingar innifaldar.

Skráning á þingið fer fram hér.