Heillagjafir

Um jólin 2020 hófu Barnaheill sölu á Heillagjöfum, nýrri fjáröflunarleið til styrktar erlendu starfi Barnaheilla. Heillagjafir stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna sem búa við erfiðar aðstæður í þeim löndum sem Barnaheill - Save the Children en samtökin starfa í yfir 120 löndum.

Barnaheill á Íslandi hafa veitt þróunar- og neyðaraðstoð í rúmlega tvo áratugi og er megin markmið verkefnanna að vernda börn gegn ofbeldi ásamt því að stuðla að menntun þeirra.  Með því að kaupa Heillagjöf getur þú bætt lífsgæði barna sem eiga um sárt að binda. Barnaheill sjá til þess að Heillagjöf berist til þeirra sem þurfa á henni að halda. Heillagjöf er tilvalin við öll tækifæri; fyrir jól, afmæli, fermingar, útskriftir, mæðradag, feðradag og við fleiri hátíðleg tilefni.

Með kaupum á Heillagjöf er veglegt gjafakort sent í tölvupósti en einnig er hægt að velja að fá útprentað gjafabréf í pósti fyrir 390 kr.

Fyrir nánari upplýsingar um Heillagjafir er hægt að hafa samband í gegnum netfangið heillagjafir@barnaheill.is eða í síma 553-5900.

Skoða úrvalið inn á Heillagjafir.is

Útprentað gjafakort í póstkorta stærð