Út að borða fyrir börnin

Út að borða fyrir börninÚt að borða fyrir börnin er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða sem styðja vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer fram dagana 15. febrúar til 15. mars ár hvert. Veitingastaðirnir styðja átakið með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð.

Þeir staðir sem taka þátt í átakinu árið 2018 eru 35 talsins:

 Út að borða staðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vernd barna gegn ofbeldi

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi – og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns samkvæmt barnasáttmálanum sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Eitt viðamesta verkefni Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi er Vinátta, forvarnarverkefni gegn einelti í leik- og grunnskólum. Verkefnið er danskt að uppruna, byggt á nýjustu rannsóknum um einelti og hefur reynst sérstaklega vel. Nú er unnið að því að tilraunakenna efni fyrir fyrstu bekki grunnskóla auk þess sem þýðing á efni fyrir 0–3ja ára börn stendur yfir.

Barnaheill gefa meðal annars út fræðsluefni um ofbeldi, vinna að vitundarvakningu, reka ábendingarhnapp um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra, standa að gagnvirkum fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sinna fræðslu- og upplýsingagjöf um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og aðgerðir vakni grunur um slíkt. Þá veita samtökin ráðgjöf og vinna að fjölda lagaumsagna þar sem þrýst er á stjórnvöld að tryggja með lögum að börnum sé veitt vernd gegn hvers kyns ofbeldi.

Veitingastaðirnir eru á 100 stöðum víða um land:

900 GRILLHÚS – 50% AF BARNAMATSEÐLI
Vestmannabraut 23, Vestmannaeyjum

AKUREYRI BACKPACKERS – 25% AF KLASSÍSKUM HAMBORGARA
Hafnarstræti 98, Akureyri

ÁLFTANES KAFFI – 30% AF MARGARITU PIZZU
Breiðumýri, Álftanesi

CULIACAN – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík

DOMINOS – 35% AF SÓTTUM PIZZUM, GILDIR EKKI Á TILBOÐUM

22 staðir víða um landið

EINSI KALDI – 50% AF RÉTTUM FYRIR BÖRN

Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum

FISKIBARINN – 30% af barnamatseðli

Bárustíg 1, Vestmannaeyjum

HAMBORGARAFABRIKKAN – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Höfðatorgi, Kringlunnni og á Akureyri

HÓTEL SELFOSS – 25% AF 3JA RÉTTA MATSEÐLI

Eyrarvegi 2, Selfossi

HVER RESTAURANT – 50% AF BARNAMATSEÐLI

Breiðumörk 1c, Hveragerði

HVÍTI RIDDARINN – 30% AF BARNAMATSEÐLI

Háholti 13, Mosfellsbæ

JOE & THE JUICE – 25% AF IRON MAN

6 staðir á höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli

KAFFI KRÚS – 25% AF ELDBÖKUÐUM PIZZUM

Austurvegi 7, Selfossi

KFC – 25% AF BARNAMATSEÐLI

8 staðir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Selfossi

KOPAR – 100% AF BARNAMATSEÐLI

Geirsgötu 3, Reykjavík

KRINGLUKRÁIN – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Kringlunni 4–12, Reykjavík

LANDNÁMSSETRIÐ – 50% AF BARNAMATSEÐLI

Brákarbraut 13–15, Borgarnesi

LAUGAÁS – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Laugarásvegi 1, Reykjavík

MATHÚS GARÐABÆJAR – 30% AF BARNAMATSEÐLI

Garðatorgi 4b, Garðabæ

NAUTHÓLL – 50% AF BARNAMATSEÐLI

Nauthólsvegi 106, Reykjavík

NINGS – 50% AF BARNAMATSEÐLI

3 staðir í Hlíðarsmára í Kópavogi, Suðurlandsbraut og Stórhöfða í Reykjavík

NÜ ASIAN FUSION – 30% AF BARNAMATSEÐLI

Garðatorgi 6, Garðabæ

Olís – 25% AF PYLSU OG SVALA

11 staðir víða um landið

PIZZA HUT – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Smáralind, Kópavogi

RUB 23 – 30% AF BARNAMATSEÐLI

Kaupvangsstræti 6, Akureyri

RUBY TUESDAY – 25% AF BARNAMATSEÐLI

2 staðir á Höfðabakka 9 og Skipholti 19 í Reykjavík

SALT CAFÉ & BISTRO – 25% AF BARNAMATSEÐLI OG AF EINNI PIZZU Á MATSEÐLI

Miðvangi 2–4, Egilsstöðum

SJÁVARGRILLIÐ – 100% AF BARNAMATSEÐLI 

Skólavörðustíg 14, Reykjavík

SMURSTÖÐIN – 25% af barnamatseðli fyrir börn TIL 12 ÁRA ALDURS

Hörpunni, Reykjavík

SÓLON – 50% AF BARNAMATSEÐLI

Bankastræti 7a, Reykjavík

STEIKHÚSIÐ – 25% AF BARNAMATSEÐLI

Tryggvagötu 4–6, Reykjavík

SUBWAY – 25% AF BARNAMATSEÐLI

23 staðir víða um landið

TACO BELL – 25% AF BARNAMATSEÐLI

2 staðir, Hjallahrauni 15 í Hafnarfirði og Þjóðhildarstíg 1 í Grafarholti

VON MATHÚS – 50% AF BARNAMATSEÐLI

Strandgötu 75, Hafnarfirði

ÞRASTALUNDUR – 100% AF BARNAmatseðli

Þrastalundi við Þrastaskóg