Út að borða fyrir börnin

Út að borða fyrir börninÚt að borða fyrir börnin er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða sem styðja vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer fram dagana 15. febrúar til 15. mars ár hvert. Veitingastaðirnir styðja átakið með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð.

Þeir veitingastaðir sem taka þátt í átakinu árið 2020 eru 27 talsins:

Staðir og logo 2020

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vernd barna gegn ofbeldi

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi – og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns samkvæmt barnasáttmálanum sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

Tvö af stærstu verkefnum Barnaheilla snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Annars vegar, er Vinátta, forvarnarverkefni gegn einelti í leik- og grunnskólum. Verkefnið er danskt að uppruna, byggt á nýjustu rannsóknum um einelti og hefur reynst sérstaklega vel. Samtökin gáfu út Vináttuefni fyrir 3ja - 6 ára árið 2016 og fyrir 0-3ja ára í ársbyrjun 2019. Tilraunakennsla á efni fyrir yngstu bekki grunnskóla stendur yfir. Hins vegar, er námskeiðið Verndarar barna sem er gagnreynd fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Barnaheill gefa meðal annars út fræðsluefni um ofbeldi, vinna að vitundarvakningu, reka ábendingarhnapp um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra, standa að gagnvirkum fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sinna fræðslu- og upplýsingagjöf um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og aðgerðir vakni grunur um slíkt. Þá veita samtökin ráðgjöf og vinna að fjölda lagaumsagna þar sem þrýst er á stjórnvöld að tryggja með lögum að börnum sé veitt vernd gegn hvers kyns ofbeldi.

Veitingastaðirnir eru á 95 stöðum víða um land:

AKUREYRI BACKPACKERS – 25% AF KLASSÍSKUM HAMBORGARA - rennur til verkefna Barnaheilla.
Hafnarstræti 98, Akureyri

BARION – 25% AF BARNAMÁLTÍÐUM - rennur til verkefna Barnaheilla.
Þverholt 1, Mosfellsbær

BRYGGJAN RESTAURANT – 25% AF BARNAMATSEÐI FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Strandgötu 49, Akureyri

BURGER INN – 25% AF BARNAMATSEÐI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Flatahraun, Hafnarfjörður

DOMINOS – 35% AF SÓTTUM PIZZUM, GILDIR EKKI Á TILBOÐUM - rennur til verkefna Barnaheilla.
25 staðir víða um landið

GALITO – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Stillholti 16–18, Akranesi

GLÓ – 25% AF BARNASKÁL - rennur til verkefna Barnaheilla.
Fákafeni, Laugavegi, Hæðasmára og Engjateigi

GRILL 66 Á OLÍS – 25% AF AZUSA BARNAHAMBORGARA ÁSAMT SVALA - rennur til verkefna Barnaheilla.
14 staðir víða um land

HAMBORGARAFABRIKKAN – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Höfðatorgi, Kringlunni og á Akureyri

HÓTEL SELFOSS – 25% AF 3JA RÉTTA MATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Eyrarvegi 2, Selfossi

HVER RESTAURANT – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Breiðumörk 1c, Hveragerði

KFC – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
8 staðir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Selfossi

KRINGLUKRÁIN – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Kringlunni 4–12, Reykjavík

LANDNÁMSSETRIÐ – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Brákarbraut 13–15, Borgarnesi

LAUGAÁS – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Laugarásvegi 1, Reykjavík

LEMON – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Laugavegi og Suðurlandsbraut í Reykjavík, í Hafnarfirði og á Akueyri

MATARKJALLARINN – 250 KR. AF HVERJUM „LION BAR“ - rennur til verkefna Barnaheilla.
Aðalstræti 2, Reykjavík

NAUTHÓLL – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Nauthólsvegi 106, Reykjavík

PIZZA HUT – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Smáralind, Hafnarfirði og Kópavogi

SALT CAFÉ & BISTRO – 25% AF BARNAMATSEÐLI OG AF EINNI PIZZU Á MATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Miðvangi 2–4, Egilsstöðum

SHAKE & PIZZA – 25% AF BARNAPIZZUM - rennur til verkefna Barnaheilla.
Egilshöll, Reykjavík

SJÁVARGRILLIÐ – 100% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla. 

Skólavörðustíg 14, Reykjavík

SÓLON – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Bankastræti 7a, Reykjavík

STRIKIÐ – 100% AF BARNAMATSEÐLI FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Skipagötu 14, Akureyri

SUBWAY – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
22 staðir víða um landið

TACO BELL – 25% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
2 staðir, Hjallahrauni 15 í Hafnarfirði og Þjóðhildarstíg 1 í Grafarholti

VON MATHÚS – 50% AF BARNAMATSEÐLI - rennur til verkefna Barnaheilla.
Strandgötu 75, Hafnarfirði