Vinátta í desember

Fréttabréf Vináttu í desember

Þá er desember kominn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða. Auglýsingabæklingar berast í hrúgum inn um lúgurnar og endalaust af auglýsingum á samfélagsmiðlum minna okkur á hversu mikilvægt er að kaupa hitt og þetta svo jólin verði örugglega góð, eða að þau komi yfir höfuð. Allt virðist velta á... Lesa meira


Málþing gegn einelti

Þann 3. nóvember síðastliðinn héldu Barnaheill glæsilegt málþing gegn einelti á Grand hótel í Reykjavík. Á málþinginu voru fjölbreytt erindi sem gefa heildstæða mynd af málaflokknum og pallborðsumræður voru í lokin. Nánar um málþingið.

 


Skólaheimsóknir – Álfaheiði

Í haust hófust reglulegar heimsóknir í leik- og grunnskóla sem og frístundaheimili sem vinna með Vináttu. Tilgangur heimsóknanna er að styðja við þá skóla og frístundaheimili sem vinna nú þegar með efnið, veita ráðgjöf og læra í leiðinni meira um hvernig hægt er að útfæra og vinna með námsefnið á fjölbreyttan máta. Að þessu sinni heimsóttum við leikskólann Álfaheiði í Kópavogi ..... Lesa meira


Jóla-Blær – Ýmislegt föndur

Á vefsíðu Barnaheilla eru margar skemmtilegar hugmyndir af jólaföndri með Blæ. Að sjálfsögðu er Blær þar í aðalhlutverki. Sjá nánar hér.

 

 


Vináttugildin um jólin

Gildi Vináttu eiga alltaf við, líka í kringum aðventuna og jólin. Hér koma tillögur að því hvernig hægt er að vinna með gildin á þessum annasama og viðburðaríka tíma ársins. Nánar um gildin

 


Kennsluhugmyndir

Við segjum oft að það er ekki hægt að klúðra því að vinna með Vináttu. Eina klúðrið sem hægt er að gera er að láta Vináttutöskurnar rykfalla uppi í hillu ónotaðar! Gott er að prófa sig áfram með námsefnið og í kennsluheftunum eru fjölmargar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með námsefnið. Við setjum samt hér fram tillögur af kennslustundum með Vináttu fyrir hvert aldursstig. Ykkur er hjartanlega velkomið að nýta ykkur þessar hugmyndir og útfæra eins og hentar best við ykkar aðstæður.

Vináttustund I fyrir 0-3ja ára                     Vináttustund I fyrir 3ja-6 ára                          Vináttustund I fyrir 1.-4. bekk

 


Næstu námskeið

Nýtt ár hefst með nýjum námskeiðum og bjóðum við upp á eftirfarandi námskeið:

  • Grunnnámskeið: 7 klst námskeið þar sem farið er yfir bæði hugmyndafræði verkefnisins

og kynning á öllu námsefninu. Bæði er boðið upp á staðnámskeið á skrifstofu samtakanna sem og fjarnámskeið.

  • Námskeið í skólum: Við komum í skóla með námskeið fyrir allt starfsfólkið.
  • 2ja tíma kynning: Í þeim skólum sem nú þegar vinna með Vináttu bjóðum við upp á styttri

kynningar á verkefninu þar sem lögð er áhersla á hagnýta þætti verkefnisins.

  • Kynning f foreldra: Á foreldrakynningum fá foreldrar ráðleggingar um hvernig þeir geta stuðlað að góðum samskiptum í barnahópum sem þeirra börn tilheyra.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og aðra fræðslu er hér og fyrirspurnir sendist á vinatta@barnaheill.is


Hvernig geymið þið Blæ og litlu bangsana?

Þessa spurningu fáum við margoft og er auk þess mikið rætt á námskeiðum og kynningum. Veggpláss er víða af skornum skammti og oft þarf heilmikla útsjónarsemi til að gefa böngsunum verðugan sess. Þið megið gjarnan senda okkur myndir af húsakynnum bangsanna á ykkar deild í gegnum vinatta@barnaheill.is

 

 


Viltu vera Heillavinur?

Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem rekin eru af frjálsum framlögum og styrkjum. Þú getur styrkt starf samtakanna með því að gerast Heillavinur.