Í ár fer Haustsöfnun Barnaheilla fram dagana 25. ágúst til 5. september 2022

Línu-armbönd verða seld út um all land. Söfnunin ber heitið Lína okkar tíma er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar þróunarverkefni samtakanna í Síerra Leóne. Verkefnið leggur áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum. Þetta er í annað sinn sem Haustsöfnun Barnaheilla er haldin.

Þróunarverkefni Barnaheilla styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði í Síerra Leóne Verkefni Barnaheilla eru í tíu skólum sem berjast gegn ofbeldi á börnum. Með verkefninu eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Stúlkur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi í Síerra Leóne og er mikilvægt að fræða bæði stúlkur og drengi um ofbeldi. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál í landinu, ótímabærar þunganir meðal stúlkna eru mjög algengar og eru um 39% stúlkna undir 18 ára í Síerra Leóne eru neyddar í hjónaband

Átakið Lína okkar tíma eða Pippi of Today á ensku var sett á laggirnar í byrjun árs 2020 en árið markaði 75 ára afmæli sögupersónunnar Línu. Sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren skrifaði sína fyrstu bók um Línu Langsokk fyrir 77 árum. Lína er óvenjuleg stelpa sem hefur sigrast á óvenjulegum aðstæðum, er hugrökk, sterk og réttsýn. Með verkefni Barnaheilla eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.