Ekkert barn á að alast upp við heimilisofbeldi

Synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka á heimili, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins.

Langtímarannsóknir gefa til kynna að þessum börnum er hættara við að þróa með sér langvarandi sálræn og félagsleg vandamál, s.s. þunglyndi, kvíða, sektarkennd, misnotkun áfengis og vímuefna.Foreldrar telja sig gjarnan geta haldið ofbeldinu leyndu fyrir börnum sínum en er brugðið þegar þeir komast að því hve mikið þau vita um það sem á sér stað innan veggja heimilisins.

Börnin finna að ofbeldið er vel geymt fjölskylduleyndarmál sem ekki má ræða og segja því oftast engum frá því.

Mörg börn þjást þar af leiðandi í leyni og fá lítinn eða engan stuðning.