Fátækt varðar okkur öll

Nemendur Austurbæjarskóla unnu verkefni um fátækt í tengslum við skýrslu Barnaheilla - Save the Children um fátækt í Evrópu. Þau sömdu texta við lagið "Let it go" úr myndinni Frozen.

Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson tóku lagið upp í Stúdíó Paradís. Sigríður Guðlaugsdóttir sá um kvikmyndatöku og gerð myndbands.

Fátækt varðar okkur öll Hún er algjört böl Sumir hafa peningafjöll
En aðrir sitja í kvöl
Allir þurfa möguleika og tækifæri hér á jörð
Stöndum um mannréttindi allra vörð
Já tómstundir kosta mikið
Jafnvel þó við notum frístundakortið
Ég stend í stað kemst ekki að vegna fátæktar
Ég hef rétt, ég hef rétt þó ég sé af lægri stétt
Ég hef rétt, ég hef rétt
Við erum öll jafningjar
Og hér stend ég
Og hér kem ég Ég hef minn rétt
Og fátæktin mun ekki stoppa mig
Ég vil sömu möguleika
Að ferðast og læra
Ég vil fá að upplifa og nýta hæfileikana
Ég vil fá að sýna hvað ég get,
Eiga vini og vera hraust nú vil ég hefja mína raust
Ég hef rétt, ég hef rétt þó ég sé af lægri stétt
Ég hef rétt, ég hef rétt Við erum öll jafningjar
Og hér stend ég
Og hér kem ég
Ég hef minn rétt
Og fátæktin mun ekki stoppa mig