Leen - Lína okkar tíma

 

Leen

Leen*, er 11 ára frá Damaskus í Sýrlandi. Hún kom til Svíþjóðar sem flóttamaður fyrir fimm árum og býr í Norður-Svíþjóð með fjölskyldunni sinni. Minningar hennar að heiman eru bæði friðsælar en líka ofbeldisfullar.

,,Við bjuggum í mjög huggulegri íbúð. Bæði ég og bróðir minn áttum okkar eigið herbergi,” segir Leen um heimili sitt í Sýrlandi.

En stríðið í Sýrlandi var aldrei langt í burtu.

,, Ég var í húsi frænku minnar og þurfti að fara á klósettið,” segir Leen. ,,En ég var mjög hrædd við sprengingarnar. Og eftir að hafa þrætt lengi við móður mína, fór ég á klósettið og þá sprakk sprengja mjög nálægt. Ég braut klósettsetuna ég var svo hrædd.”

,,[Stríðið] var orðið mjög eðlilegt. Við skemmtum okkur. Við gátum farið með mömmu í vinnuna. Og oftast kom ekkert fyrir.”

Faðir hennar Leen fór fyrstur úr fjölskyldunni til Svíþjóðar. Hann borgaði smyglara og fór sjóleiðis til Evrópu, í gegnum Grikkland, eins og margir aðrir. Hann ferðaðist alla leið til Svíþjóðar og sex mánuðum síðar mátti fjölskyldan hans koma, hún ferðaðist með öruggum hætti með flugi.

,,Ég trúði ekki að þetta væri faðir minn,” segir Leen um það þegar hún hitti hann á flugvellinum í Stokkhólmi eftir að hafa verið viðskila við hann í sex mánuði. ,,En svo þekkti ég hann. Hann kom upp að okkur og ég faðmaði hann.”

Foreldrar eiga stundum erfiðara með að byggja upp sambönd í nýju landi. Save the Children vinnur með nýaðfluttum fjölskyldum, til þess að styðja við þær og hjálpa við að eignast vini og styrkja félagslegt net sitt. Að finna fyrir öryggi er nauðsynlegt þegar fólk flytur í nýtt samfélag.

Börn eru yfirleitt fljótari en foreldrar þeirra að aðlagast nýju umhverfi. Leen fór strax í skóla, gekk til liðs við skátana og spilaði fótbolta um skeið í nýja heimabæ sínum.

,,Góður vinur er góður og er annt um aðra. Góður vinur styður þig.”

,,Móðir mín og faðir eru fyrirmyndirnar mínar. Það er eins og að horfa á framtíðarvél þegar ég horfi á þau. Þau hafa skapað líf sem ég vil tileinka mér seinna á lífsleiðinni."

*Nöfnum hefur verið breytt