Gazal - Lína okkar tíma

Gazal

 

Gazal er 10 ára og gengur í þriðja bekk. Umsókn hennar til hælis í Svíþjóð hefur verið hafnað, svo hún verður að öllum líkindum send tilbaka til Afganistan með fjölskyldunni sinni. Hún býr með móður sinni, föður, bróður og systur í litlu þorpi í Norður-Svíðþjóð. Þau eru frá Kabúl, höfuðborg Afganistan og komu til Svíþjóðar fyrir fjórum árum síðan.

,,Það er betra að vera hér enn í Afganistan,” segir Gazal. ,,Hér getum við verið í skóla og leikið okkur.”

Gazal elskar að vera í skólanum. Uppáhaldsfagið hennar er stærðfræði og hún hefur átt mjög auðvelt með að læra sænsku. Margir vina hennar, sem einnig búa í tímabundnu húsnæði frá Innflytjendastofu Svíþjóðar, eru einnig frá Afganistan, en þau tala þó saman á sænsku, helst til þess að læra málið betur.

 

,,Ég hjálpa fólki sem er nýkomið og kann ekki tungumálið. Ég þýði ekki og tala fyrir þau, þau verða að læra sjálf,” segir Gazal.

Fjölskyldan hennar er nú að bíða eftir að heyra aftur í yfirvöldum varðandi umsókn litlu systur Gazal. Hin í fjölskyldunni hafa fengið neitun um hæli. Litla systir hennar fæddist í Svíþjóð á meðan fjölskyldan beið eftir að umsókn þeirra um hæli væri samþykkt eða hafnað.

,,Ég gef henni mat þegar hún vill," segir Gazal um litlu systur sína. ,,Og ég breiði yfir hana sæng þegar hún sefur. Ég sef stundum með henni en hún vaknar stundum og grætur."

Gazal fer oft á bókasafnið sem er nálægt skólanum og hún hefur gaman að bókum með myndum eins og Línu Langsokk.

,,Ég er frekar sterk. En ég get ekki lyft hestum,” segir Gazal.

Hún hlustar á indverska tónlist og horfir á indversk tónlistarmyndbönd. Hún elskar að dansa og syngja og hún vill verða söngkona þegar hún verður stór.