Adriana - Lína okkar tíma

Adriana

 

 

„Við fórum yfir ánna á kanó. Ég var smá hrædd, en ég varð að gera það,“

segir Adriana, 14 ára gömul, sem er flóttamaður frá Venesúela. Hún býr í Kólumbíu, hinum megin við ánna, með ömmu sinni og frænku og tveimur yngri systkinum, en yngri systir og bróðir eru ennþá í Venesúela. Móðir hennar og faðir er bæði látin.

„Draumur minn er að við getum öll verið saman aftur. Við komum hingað því við áttum ekkert þarna,“ segir Adriana. „Stundum höfðum við ekkert að borða og engan pening til að lifa á. Við gátum ekki gengið í skóla, stundum var ekkert vatn.“

Aukið ofbeldi, skortur á mat og skortur á grunnþjónustu í samfélaginu eins og lokanir á skólum og skortur á heilbrigðisþjónustu hefur gert lífið í landinu óbærilegt.

,,Hér í Kóumbíu er betra en í Venesúela. Vegna þess að við erum ekki eins svöng hér. En það er erfitt að vera hérna líka, en samt aðeins betra en í Venesúela.

Það er hættulegt fyrir börn, þá stúlkur sérstakega, að vera á flótta. Á landamærum Kólumbíu og Venesúela er þunn lína á milli friðar og átaka á milli ólíka skæruliðahópa og valdamanna, sem gerir hættulegt fyrir börn að fara yfir landamærin. Misnotkun á ungum stúlkum er einnig verulega algeng meðal skæruliða á svæðinu.

Adriana þurfti að hætta í skóla þegar hún yfirgaf Venesúela, en nú mætir hún í Save the Children Friendly Space á hverjum degi, sem er eitt af neyðaraðgerðum Safe the Children, sem veitir börnum verndað umhverfi þar sem þau taka þátt í skipulagðri starfsemi til þess að læra, leika, fá að tjá sig og endurbyggja líf sitt. Henni líður öryggri þarna og fær að hitta önnur born í leik. Hún elskar að lita og mála.

,,Ég er ekki í skóla vegna þess að ég er ekki með lögleg skjöl um að ég sé flóttamaður frá Venesúela. En ég myndi mjög vilja læra hér ef ég gæti. Stærðfræði er uppáhalds fagið mitt.”

,,Ég bjó til mín eigin armbönd og eyrnalokka. Hálsmen eru erfiðari að búa til, ég hef ekki lært það ennþá, því það er mjög erfitt."

Það er erfitt fyrir Adríönu að hugsa um framtíðina. Hún einbeitir sér að hugsa um yngri systur sínar og einnig hugsar hún mikið til bróður síns og systur sem enn eru í Venesúela.

,,Núna hugsa ég ekkert um mína eigin framtíð. Ég einbeiti mér að systrum mínum að komast áfram í lífinu og að Guð hjálpi þeim. Draumur minn er að við getum öll verið saman aftur.”

 

**Nafninu hennar hefur verið beytt.