Fréttir Barnaheilla

Stöðvum barnaklám á Netinu: Ríkisstjórnin veitir 1 milljón króna til verkefnisins

Ríkisstjórn Íslands hefur veitt einni milljón króna til verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu, samkvæmt tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur. Barnaheill hófu þátttöku í þessu samevrópska verkefni vorið 2001 og hafa samtökunum síðan borist að meðaltali um 60 ábendingar á mánuði um barnaklám á Netinu. Allar vefsíður sem samtökin hafa fengið ábendingar um hingað til eru vistaðar á netþjónum erlendis. Verkefnið hefur notið styrks undir framkvæmdaáætlun Evrópusambandsins um öryggi á Netinu, Safer Internet Action Plan. Barnaheill eru einnig aðili að Inhope-samtökunum en það eru samtök 16 þjóða í...