Fréttir Barnaheilla

Skyldur ríkja til að gera ráðstafanir til að ákvæði Barnasáttmálans séu uppfyllt

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, nú á árinu 2019, hafa Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna tekið höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin er stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Grein ágústmánaðar fjallar um skyldur aðildarríkja Barnasáttmálans til að gera ráðstafanir svo ákvæði sáttmálans megi verða virk og uppfyllt, m.ö.o. að innleiða sáttmálann. Um þetta er fjallað í 5. almennu athugasemdum nefndarinnar.