Fréttir Barnaheilla

Guðni forseti kaupir fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði formlega Landssöfnun Barnaheilla með því að kaupa fyrsta ljósið við höfuðstöðvar Barnaheilla. Reykjavíkurdætur sýndu söfnuninni einnig samstöðu með nærveru sinni og fóru með erindi sem endurspeglaði kjarna Landssöfnunarinnar.

Aðalfundur Barnaheilla 2022

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram mánudaginn 9. maí kl. 17:00 í fundarsal Nauthóls. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf . Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum

Þann 1. mars hófst Hjólasöfnun Barnaheilla og hefur fjöldi hjóla safnast á mótökustöðvar Sorpu á höfuðborgasvæðinu. Barnaheill taka á móti öllum hjólum sem gefin eru í Hjólasöfnunina og gert er við þau hjól sem þess þurfa og sum nýtt sem varahlutir.. Sjálfboðaliðar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við hjólaviðgerðir undanfarin ár og með þeirra hjálp hefur tekist að úthluta hjólum til barna og ungmenna fyrir skólalok hvert vor.