Fréttir Barnaheilla

BellaNet fræðsla Barnaheilla hafin í Suður-Kivu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að mannúðarverkefni í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Verkefnið miðar að því að vernda börn þar í landi gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu á svokölluðumbarnvænum svæðum samtakanna. Barnaheill leggja áherslu á að verkefnið byggi á sérþekkingu Barnaheilla, með skýrri skírskotun í innlend verkefni samtakanna. Það er gert með innleiðingu á BellaNet aðferðafræðinni sem þjálfar einstaklinga sem vinna með ungu fólki með áherslu á forvarnir.

Til hvers tómstundir?

Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi.

Börn í Evrópu hafa áhrif á réttindi sín og framtíð

Yfir tíu þúsund börn og ungmenni tóku þátt í að móta barnaréttaráætlun Evrópusambandsins.

Á­bendinga­lína Barna­heilla kemur að gagni

Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt.

Ný bók - Vinátta í leikskólanum. Góð viðbót við námsefni Vináttu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið gefið út bókina Vinátta í leikskólanum. Bókin er hluti af Vináttu – forvarnaverkefni Barnheilla gegn einelti fyrir leik- grunnskóla og frístundaheimili, efni um félagsfærni og samskipti. Vinátta í leikskólanum er helst ætluð börnum frá 3- 6 ára.

Eitt af hverjum sex börnum sem býr á átakasvæðum gæti orðið fyrir kynferðisofbeldi

Börn á átakasvæðum eiga í tífallt meiri hættu núna, en árið 1990, að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Fjöldi staðfestra tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum er aðeins toppurinn á ísjakanum.

Þriðjungur barna upp­lifir of­beldi innan veggja heimilisins í kjöl­far Co­vid-19

Covid-19 faraldurinn hefur breytt lífi barna um allan heim. Heil kynslóð barna verður fyrir áhrifum heimsfaraldurs sem mun hafa ævilangar afleiðingar á líf þeirra. Aðstæður barna eru þó ólíkar eftir því hvar þau búa á heimskringlunni og hefur Covid-19 haft gífurleg áhrif á börn í þróunarlöndum. Heimsfaraldurinn hefur aukið kerfisbundið misrétti, þar sem þeir fátækustu gjalda hæsta verðið.

Út að borða fyrir börnin - vernd barna gegn ofbeldi

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í ellefta sinn í dag.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2021

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (e. Safer Internet Day) er í dag 9. febrúar. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.

Að­ferðir til að bregðast við eða fyrir­byggja of­beldi á neti

Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“.