Fréttir Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 2019

Barnaheill – Save the Children á Íslandi halda aðalfund mánudaginn 13. maí 2019, kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Háaleitisbraut 13.

Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Grein aprílmánaðar fjallar um 31. greinina, þ.e. rétt barna til hvíldar, tómstunda og menningar.

Ríkisstjórnin stykir samstarfsverkefni um gerð nýs fræðsluefnis um Barnasáttmálann

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af nýjum vef og öðru fræðsluefni um Barnasáttmálann.

Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Tækni og tölvur eru ríkur þáttur í daglegu lífi all flestra. Að frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki.

Hræðileg neyð í Mósambík vegna fellibylsins Idai

Áætlað er að 6.013 börn fæðist í þessum mánuði eða 194 á dag á svæðum þar sem fellibylurinn Idai færði land á kaf í vatn og eyðilagði 100.000 heimili. Þessi börn eru í aukinni hættu á að smitast af kóleru og malaríu.

Réttur barna til verndar gegn ofbeldi

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Greinar marsmánaðar fjalla um rétt barna til verndar gegn ofbeldi.