Fréttir Barnaheilla

Opnunartími Barnaheilla yfir hátíðarnar

Skrifstofa Barnaheilla  verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 22. desember. Við opnum aftur á nýju ári, þriðjudaginn 2. janúar.

Barnaheill styðja við þróun Barnahúss í Rúmeníu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á síðustu mánuðum tekið þátt í samstarfi með systursamtökum sínum Barnaheillum – Save the Children í Rúmeníu (Salvati Copiii) vegna stofnunar og innleiðingar Barnahúss í Búkarest. Samstarfið ber yfirskriftina Saman til verndar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi – miðlun góðra starfsaðferða.

Blik í augum barna?

Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg.

Ný bók - Ég og vinir mínir

Það okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur nýja Vináttubók sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gefið út.