Fréttir Barnaheilla

Hvetjum stjórnvöld til þess að taka á móti fólki frá Gaza

Barnaheill ásamt undirrituðum félagasamtökum fagna því að um 100 einstaklingum á Gaza hafi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza, hvetja samtökin íslensk stjórnvöld til þess að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför þessa hóps frá Gaza til Íslands. Hópurinn samanstendur aðallega af konum og börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þá hvetja undirrituð félagasamtök stjórnvöld til þess að taka til efnismeðferðar allar þær umsóknir palestínsks fólks sem nú liggja fyrir.

Barnaheill og mennta- og barnamálaráðuneyti undirrita samstarfssamning

Í morgun undirrituðu Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Ásmundur Einar Daðasson, Mennta- og barnamálaráðherra, samning um áframhaldandi samstarf í þágu farsældar barna.

Happdrætti til styrktar börnum á Gaza

Jóna Vestfjörð og Gríma Björg Thorarensen stóðu fyrir happdrætti yfir hátíðirnar þar sem miðasala rann óskert til neyðarsöfnunar Barnaheilla fyrir börn á Gaza. Alls söfnuðust 4.400.000 krónur og var Barnaheillum afhent upphæðin í dag.