Fréttir Barnaheilla

Hægt væri að senda öll börn heimsins í skóla fyrir þá fjármuni sem eytt er í hernað á sex dögum

Ef ríkar þjóðir myndu setja upphæð, sem svarar fjármunum sem eytt er í hernað á sex dögum, til þróunar og uppbyggingar grunnmenntunar, væri hægt að ná því markmiði að veita öllum börnum menntun og tryggja þeim skólagöngu fyrir lok árs 2015. Nú vantar 16 milljarða bandaríkjadala til að svo megi verða.Ef ríkar þjóðir myndu setja upphæð, sem svarar fjármunum sem eytt er í hernað á sex dögum, til þróunar og uppbyggingar grunnmenntunar, væri hægt að ná því markmiði að veita öllum börnum menntun og tryggja þeim skólagöngu fyrir lok árs 2015. Nú vantar 16 milljarða bandaríkjadala til að svo megi verða.Í síðustu sk&yac...

Börn í hættu í Libíu

Börn sem dragast inn í pólitísk átök í Líbíu eru í lífshættu, þau geta særst bæði líkamlega og andlega. Barnaheill – Save the Children hafa verulegar áhyggjur af fréttum um börn sem hafa látist í ofbeldisfullum aðgerðum líbískra öryggissveita gegn mótmælendum ríkisstjórnarinnar. Þúsundir Túnísbúa sem búsettir eru í Libíu flýja nú ástandið þar og snúa aftur til Túnis. Ljósmynd: REUTERS/Yannis Behrakis/alertnet.org.Börn sem dragast inn í pólitísk átök í Líbíu eru í lífshættu, þau geta særst bæði líkamlega og andlega. Barnaheill – Save the Children hafa verulegar &aacut...

Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi verulega ábótavant í Reykjavík

Börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, standa fá eða engin úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Lítið sem ekkert samráð virðist vera á milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað og fjölda heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar. Þetta eru helstu niðurstöður í rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á stuðningi við þessi börn en hún var kynnt á málþingi samtakanna um sama efni í d...

Út að borða fyrir börnin

15. febrúar til 15. mars nk. rennur hluti af ágóða fjölda veitingastaða til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Ísland, sem lúta að verndun barna gegn ofbeldi.

Verðlaun fyrir besta barnaefnið á netinu

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti verðlaun í Evrópusamkeppni um besta barnaefnið á netinu á Alþjóðlega netöryggisdeginum, 8. febrúar síðastliðinn. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu um internetið sem mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT stóðu fyrir en Barnaheill - Save the Children á Íslandi taka þátt í starfi SAFT.

Ábyrg netnotkun

Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Það er mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um örugga netnotkun og kenni þeim að umgangast netið af varúð og virðingu. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fjallar m.a. um samskiptavefinn Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Egypsk börn í hættu vegna ofsafenginna átaka

Barnaheill – Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu.Ljósmynd: REUTERS/Yannis Behrakis/alertnet.orgBarnaheill – Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu.Samkvæmt sjónarvottum, eru sumir þátttakenda í mótmælunum börn og eftir því sem spennan magnast...