Fréttir Barnaheilla

Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004–2016

Ný skýrsla um niðurstöður rannsóknar, sem Velferðarvaktin fól EDDU öndvegissetri að gera, á lífskjörum og fátækt barna á Íslandi 2004–2016.

Réttur barna til menntunar og markmið menntunar

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári munu Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi fjalla um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Greinar febrúarmánaðar eru 28. grein um menntun og 29. grein um markmið menntunar.

Persónuvernd barna

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins er: Persónuvernd barna – Áskoranir í skólasamfélaginu.

Stöðvum stríð gegn börnum

Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að fleiri börn en nokkru sinni búa á svæðum þar sem vopnuð átök geisa ef litið er til tveggja síðustu áratuga.

Út að borða fyrir börnin hefst á morgun

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða, hefst á morgun. Alls styðja 32 veitingastaðir átakið á 102 stöðum víða um land með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í níunda sinn og stendur yfir frá 15. febrúar til 15. mars.

Það sem er barninu fyrir bestu

Margir þekkja meginreglu Barnasáttmálans, 3. gr., um það sem er barninu fyrir bestu. En hvað þýðir hún nákvæmlega? Hvað fest í þessari grunnreglu í málefnum barna? Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári hefur verið ákveðið að gera nokkrum greinum hans hærra undir höfði og útskýra nánar inntak þeirra.