Fréttir Barnaheilla

Sigurgeir þreytir 17 kílómetra sjósund til styrktar börnum á Gaza

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson stefnir á sjósund frá Akranesi og yfir til Reykjavíkurhafnar til styrktar börnum sem búa á Gaza í júlí næstkomandi. Hann ætlar sér að synda undir mögulega bestu haf- og veðurskilyrðum og er undirbúningurinn í fullum gangi. Leiðin sem hann mun synda er 17 kílómetrar, sem er það lengsta sem hann hefur þreytt í sjósundi.

„Ég vil tala um gleymdu börnin“

„Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og hlustar á mann sem hleypur til okkar. ,,Hann stal barni!“ hrópar hann.

Fræðsla um kynheilbrigði barna

Kynferðisofbeldi gagnvart börnum er alvarlegt, alþjóðlegt vandamál og eru vitundarvakning, fræðsla og forvarnir afar mikilvæg tæki í baráttunni gegn því. Til að bregðast við þessu hafa Barnaheill í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir unnið að því frá árinu 2022 að þróa fræðslu- og forvarnarefni um kynheilbrigði barna.

Sex mánuðir af skelfilegu stríði

Sex mánuðir eru síðan stríðið sem geisað hefur á Gaza hófst. Stríð sem hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn. Meira en 13.800 börn á Gaza-svæðinu hafa verið myrt, auk 106 barna á Vesturbakkanum og 33 barna í Ísrael.

Aðalfundur Barnaheilla 2024

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00 í Bragganum, Nauthólsvík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.