Fréttir Barnaheilla

Öflugt hjálparstarf Save the Children í Íran

Save the Children samtökin eru komin vel af stað í öflugu hjálparstarfi í Íran eftir jarðskjálftann í Bam. Þar hafa samtökin verið að dreifa 1.000 vetrartjöldum sem henta stórum fjölskyldum, 10.000 teppum, barnafötum og eldunaráhöldum til aðstoðar þeim fjölskyldum sem verst urðu úti í hamförunum. Einnig hefur sjúkragögnum verið dreift á sjúkrahús. Sérfræðingar frá Save the Children í heilsuvernd, barnavernd og skipulagningu á uppbyggingarstarfi eru einnig byrjaðir að starfa á svæðinu. Save the Children samtökin eru komin vel af stað í öflugu hjálparstarfi í Íran eftir jarðskjálftann í Bam. Þar hafa samtökin verið að dreifa 1.000 vetrartjöldum sem henta ...

Barnaheill og Spron undirrita samstarfssamning

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafa skrifuð undir samstarfssamning þess efnis að Spron verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla. Spron mun með styrkveitingum og öðrum stuðningi leggja samtökunum lið við að hjálpa börnum hér heima og erlendis.Markmið Barnaheilla er að tryggja réttindi allra barna með barnasáttmál Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Stuðningur Spron mun enn efla starf Barnaheilla í þágu velferðar barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafa skrifuð undir samstarfssamning þess efnis að Spron verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla. Spron mun með styrkveitingum og öðrum stuðning...