Fréttir Barnaheilla

#Menntamóment - Þróunarsamvinna ber ávöxt

Í dag hefst kynningarátak um gildi þróunarsamvinnu sem gengur undir heitinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélags- og siðferðilegar skyldur í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum. Í dag hefst kynningarátak um gildi þróunarsamvinnu sem gengur undir heitinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Þetta er í þriðja sinn sem átakið fer fram en að því standa frjáls félagasamtök á Íslandi, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í á...

Hungur í Sýrlandi - neyðarsöfnun

Ný skýrsla Barnaheilla - Save the Children greinir frá vitnisburði Sýrlendinga að matarskortur sé nú orðinn það mikill að fólk flýi vegna hungurs. Uppskera hefur brostið, ræktarlönd og akrar hafa verið eyðilagðir og stríðsátök hamla dreifingu matvæla í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá því að börn hafi látist af næringarskorti og vegna skorts á heilbrigðisþjónustu.Átökin sem staðið hafa yfir í Sýrlandi í á þriðja ár hafa kostað hundrað þúsund manns lífið, þar af sjö þúsund börn. Ofan á þær hörmungar sem fólkið hefur þurft að líða bætist nú hungur. Uppskera...

Unglingar og vímuefni

Miðvikudaginn 25. september kl 08:15-10:00 stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík um unglinga og vímuefni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og Jóhann Björn Skúlason, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild LRH halda erindi um stöðuna.Miðvikudaginn 25. september kl 08:15-10:00 stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík um unglinga og vímuefni.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu fjallar um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna og breytingu á milli skólastiga og ...

Lögfesting Barnasáttmálans: Hvernig tryggjum við rétt allra óháð uppruna?

Í tilefni af lögfestingu Barnasáttmálans verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna.Þann 20. febrúar 2013 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, lögfestur á Alþingi Íslendinga.  Í tilefni af lögfestingunni verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna. Fundirnir verða haldnir á Grand hótel 19. september og 20. nóvember frá 8.15- 10:30.  Þess má geta að 20. nóvember er afmælisdagur Barnasáttmálans og eru þá...

Fögnum enn einu skrefi í átt að ókeypis tannlækningum fyrir börn

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að sjá árangur af einu helsta baráttumáli samtakanna síðustu misseri. Í gær tók gildi liður í samningi á milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands sem tryggir þriggja ára og 12-14 ára börnum ókeypis tannlækningum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að frá og með gærdeginum séu íslensk börn einu skrefinu nær ókeypis tannlæknisþjónustu. Þá tók gildi liður í samningi á milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands sem tryggir þriggja ára og 12-14 ára börnum tannlækningar án endurgjalds, ef ekki er t...