Fréttir Barnaheilla

Fjölmenni á málþingi Barnaheilla

Á annað hundrað manns tók þátt í málþingi Barnaheilla undir heitinu Börn og réttarkerfið - kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í gær, 26. nóvember. Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa undanfarin tvö ár tekið þátt í samanburðarkönnun Save the Children samtaka í tíu Evrópulöndum um þetta málefni og var skýrsla Íslands kynnt á þinginu auk þess sem sérfræðingar á ýmsum sviðum er tengjast þessum málaflokki fluttu erindi.Í lok málþingsins var kynnt ályktun stjórna Barnaheilla þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að undirbúa setningu laga um að Barnahú...

Barnahús hlaut viðurkenningu Barnaheilla 2002

Barnahús hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Barnahús hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.Stjórn samtakanna hefur ákveðið að veita slíka viðurkenningu árlega og valið til þess afmælisdag Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.Tilkoma Barnahúss er að mati Barnaheilla eitt merkasta framfaraspor sem stigið hefur verið á Íslandi til að uppfylla skyldur gagnvart börnum sem grunur leikur á að bei...

Barnaheill standa fyrir málþingi um kynferðisafbrot gegn börnum.

Barnaheill standa fyrir málþingi 26. nóvember nk. um réttarkerfið og kynferðisafbrot gegn börnum. Málþingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík kl. 9-17 og er öllum opið. Þátttökugjald er 6.900 krónur; hádegisverður, kaffi og ráðstefnugögn eru innifalin. Skráning fer fram á skrifstofu Barnaheilla í síma 561 0545 eða með tölvupósti á netfangið barnaheill@barnaheill.is.  Barnaheill standa fyrir málþingi 26. nóvember nk. um réttarkerfið og kynferðisafbrot gegn börnum. Málþingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík kl. 9-17 og er öllum opið. Þátttökugjald er 6.900 krónur; hádegisverður, kaffi og ráðstefnugögn eru innifalin. S...