Fréttir Barnaheilla

Fjármagn til barnaverndar ekki í samræmi við sívaxandi þörf

Fjármagni sem veitt er til að vernda börn í heiminum er ekki í samræmi við sívaxandi þörf, en aldrei hafa fleiri börn þurft á barnavernd að halda. Það kemur fram í nýrri skýrslu sem nokkur leiðandi mannréttindasamtök í heiminum gáfu út í dag

Áramótaheit í þágu barna

Barnaheill – Save the Children sem hafa unnið að mannréttindum barna í meira en 100 ár hafa gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum að einu af sínu meginverkefnum, þar sem loftslagsbreytingar ógna mannréttindum barna. Loftslagsbreytingar ógna rétti barna til lífs, verndar og menntunar.

Aldrei fleiri þurft á mannúðaraðstoð að halda

Á nýju ári munu 237 milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Sá fjöldi hefur aldrei verið meiri.

Nú er hægt að styðja við mannréttindi barna og fá skattaafslátt í leiðinni

Einstaklingar og fyrirtæki fá skattaafslátt ef stutt er við almannaheillafélag eins og Barnaheill.

Barnaheill þakka fyrir ómetanlegan stuðning

Annað árið í röð seldu Barnaheill Heillagjafir fyrir jólin. Heillagjafir eru fjáröflunarleið til styrktar erlendu starfi Barnaheilla og stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna sem búa við erfiðar aðstæður í þeim löndum sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi starfa; Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu.

Allt frá hungursneyð til loftslagsbreytinga: 7 helstu ógnir við velferð barna árið 2022

Eftir tvö krefjandi ár þar sem heimsfaraldur hefur eyðilagt efnahagskerfi, reynt á þolmörk heilbrigðiskerfa og mótað stjórnmál, vona margir að betri tímar taki við nú þegar við hringjum inn árið 2022.

Skrifstofa Barnaheilla lokar tímabundið

Vegna fjölgunar kórónuveirutilfella verður skrifstofa Barnaheilla lokuð tímabundið frá og með 3. janúar. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða radgjof@barnaheill.is