Fréttir Barnaheilla

Lögfesting Barnasáttmálans - Mikil réttarbót fyrir íslensk börn

Í gær var stór dagur fyrir íslensk börn þegar samþykkt var á Alþingi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálann.  Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna þessum áfanga, sem er mikil réttarbót fyrir íslensk börn.  Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, hafa frá upphafi barist ötullega fyrir réttindum barna. Segja má að saga samtakanna sé samofin sögu barnasáttmálans og baráttu fyrir réttindum barna. Stofnandi Save the Children, Eglantyne Jebb, á hugmyndina að, og skrifaði fyrstu  yfirlýsinguna um réttindi barnsins árið 1923. Yfirlýsingin varð fyrsta skrefið að bættum réttindum barna og undanfari barnas&aac...

Út að borða fyrir börnin

Í dag hefst fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin sem stendur yfir í einn mánuð. Sextán veitingastaðir hafa tekið höndum saman og ákveðið að styðja verkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Hluti af verði valinna rétta rennur til verkefna sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi.Þetta er í þriðja sinn sem átakið fer fram. Á síðasta ári tóku 13 veitingastaðir þátt, en nú hefur þátttakendum fjölgað og í ár eru staðirnir 16 talsins. Þetta eru veitingastaðirnir Caruso, Culiacan, Dominos, Grill 66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Nauthóll, Nings, Pizza Hut, Rossopomodoro, Serrano, Skrúður, Strikið, Subway og Taco Bell.Í dag hefst fjáröf...

Málþing vegna alþjóðlega netöryggisdagsins á morgun

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þriðjudaginn 5. febrúar. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjórar verða Diljá Helgadóttir og Sigurbergur I. Jóhannsson, ...