Fréttir Barnaheilla

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag

Hjóla­söfn­un Barna­heilla var hleypt af ­­stokkunum í dag í ellefta sinn. Kolbrún María Másdóttir hjá Krakkafréttum á KrakkaRúv af­henti Ölbu Davíðsdóttur Lamude og Blæ fyrsta hjólið í söfn­un­ina og hvatti þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjól­um sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau.

Börn í Úkraínu þarfnast okkar

Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á alla aðila að vernda börn sem eru föst í stríði sem þau eiga engan þátt í að skapa.

Yfirlýsing vegna nýlegs dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra

Í áratugi hefur baráttufólk fyrir réttindum barna unnið að því að breyta viðhorfum til barna og tryggja velferð þeirra og öryggi og það því reiðarslag að lesa dóm sem féll í héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem skeytingaleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir skutu aftur upp kollinum.

Út að borða fyrir börnin hefst í dag

Öll verkefni Barnaheilla snúa að vernd barna gegn ofbeldi, bæði hér innanlands og erlendis. 

#Komment­sens

Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra.

Samþætt þjónusta og vellíðan í þágu farsældar barna

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 16. febrúar 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Samþætt þjónusta og vellíðan í þágu farsældar barna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

#kommentsens kynningarherferð

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn í dag, 8. febrúar en þá taka ríki heims sig saman um að hvetja til öruggrar og jákvæðrar netnotkunar barna og fyrir börn. Af því tilefni Hafa Barnaheill hrint af stað kynningarherferðinni  #Kommentsens.

Fræðsla fyrir for­eldra og að­stand­endur barna sem orðið hafa fyrir kyn­ferðis­of­beldi

Foreldrar verða fyrir miklu áfalli þegar í ljós kemur að barn þeirra hefur verið beitt kynferðisofbeldi og hefur mögulega þagað yfir því í marga mánuði, jafnvel ár. Því er stuðningur við foreldra mikilvægur eftir slíkt áfall. Erfiðar tilfinningar eins og sorg, reiði og ótti eru tilfinningar sem algengt er að foreldrar upplifa ásamt skömm og að vita ekki hvernig eigi að bregðast við. Oft er álagið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu sem og til að sinna sjálfum sér. Eins eru sumir foreldrar að jafna sig eftir erfið áföll eins og sundrung innan fjölskyldu.