Fréttir Barnaheilla

Gleðilega hátíð

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá og með 21. desember. Við opnum aftur miðvikudaginn 2. janúar klukkan 10.

28 milljóna króna framlag Barnaheilla til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi

Í byrjun vikunnar veittu Barnaheill – Save the Children á Íslandi rúmlega 28 milljónum króna til alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children International til stuðnings sýrlenskum börnum og fjölskyldum þeirra innan landamæra Sýrlands og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum.

Barnaheill – Save the Children fagna sögulegum alþjóðlegum samningi um flóttamenn

Barnaheill – Save the Children fagna því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær alþjóðlegan samning um flóttamenn.

Slagorð komin í fjársjóðskistuna

Í tengslum við Dag mannréttinda barna þann 20. nóvmeber sl. hvöttu Barnaheill skóla til þess að virkja nemendur í slagorðasmíð og senda í fjársjóðskistu sem er að finna hér á vefsíðunni.

Aðstæður barna í Jemen eru skelfilegar

Í fréttatilkynningu Barnaheilla – Save the Children er greint frá hræðilegu ástandi í Jemen.

Mannréttindayfirlýsing SÞ 70 ára 10. desember

Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld – húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00–11:00.

Jólapeysan 2018 – fjáröflunarátak í samstarfi við Lindex

Jólapeysan er fjáröflunarátak sem Barnaheill hafa staðið að í aðdraganda jóla frá árinu 2013. Að þessu sinni er átakið í samstarfi við Lindex. Með kaupum á jólapeysu í Lindex styður þú við börn í stríðshrjáðu Jemen.