Fréttir

Leyndarmál eða lygar

Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu.

Barnavernd á tímum Covid

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Barnavernd á tímum Covid. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

Síerra Leóne – Þúsundir barna þurfa á aðstoð að halda eftir mannskæðan bruna í höfuðborginni

Eldur braust út í hjarta Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne í lok síðasta mánaðar. Á svæðinu bjuggu margar af fátækustu fjölskyldum landsins og varð eldurinn til þess að allt brann til grunna á örfáum sekúndum. Þúsundir manna, þar á meðal börn, urðu heimilislaus og fjölda barna er saknað.