Fréttir Barnaheilla

Leikur fyrir betra líf 2018

Átak IKEA Foundation, Leikur fyrir betra líf, (Let‘s Play for Change) stendur yfir frá 20. nóvember til 24. desmber.

85.000 börn dáið úr hungri í Jemen

Frá því að hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba hóf þátttöku í borgarastyrjöldinni í Jemen er talið að nærri 85 þúsund börn hafi dáið úr hungri frá því í apríl 2015 þar til í október 2018.

Samtökin ´78 hljóta Viðurkenningu Barnaheilla 2018

Samtökin '78 hlutu í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fyrir fræðslu, félagsstarf og ráðgjöf um hinsegin málefni sem er sérstaklega sniðin að börnum og ungu fólki og fjölskyldum þeirra.

Dagur mannréttinda barna er 20. nóvember á afmælisdegi Barnasáttmálans

Hvernig væri að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, taka þátt í orðasmiðju Barnaheilla og semja slagorð eða málshætti sem styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Barnaheill hvetja alla skóla til þátttöku.

Jólakort Barnaheilla 2018 er komið út

Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er komið út. Það er Linda Ólafsdóttir sem gerir kortið að þessu sinni og gefur samtökunum. Kortið heitir Friðarjól.