Fréttir Barnaheilla

Ríkisstjórn og sveitafélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu

Ríkisstjórn og sveitarfélög styrkja verkefni Barnaheilla Stöðvum barnaklám á Netinu.Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt beiðni Barnaheilla um fjárstyrk til verkefnisins Stöðvum barnaklám á Netinu. Nýr samningur við Evrópusambandið vegna verkefnisins tók gildi hinn 1. september 2004 og er veittur til tveggja ára. Evrópusambandið veitir 50% styrk í verkefnið og þurfa Barnaheill að fjármagna hin 50% hér innanlands. Auk ríkisstjórnarinnar var leitað til allra sveitarfélaga á landinu um styrk og fór upphæðin sem sótt var um eftir íbúafjölda á hverjum stað. Níu sveitarfélög hafa samþykkt að styrkja verkefnið. Ráðgert er að leita einnig til einkafyrirtækja um að f...

Tveir starfsmenn Save the Children láta lífið í Darfur

Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.Tveir starfsmenn Save the Children létust og einn særðist lífshættulega þegar bifreið samtakanna varð fyrir jarðsprengju sl. sunnudag í Norður-Darfur í Súdan. Þau hétu Rafe Bullick, breskur verkefnastjóri, og Nourredine Issa Tayeb, súdanskur verkfræðingur.Mike Aaronson, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi, vottaði fjölskyldum þeirra samúð sína og lofaði störf þeirra. „Engin orð geta lýst þessum mikla missi. Með st&...