Fréttir Barnaheilla

Jólapeysan – nýstárlegt og skemmtilegt fjáröflunarátak

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hleypa nú af stokkunum nýstárlegu og skemmtilegu fjáröflunarátaki sem nefnist Jólapeysan. Þátttakendur í átakinu skrá sig á áheitavefnum jolapeysan.is þar sem þeir keppast um að fá sem hæst áheit út á jólapeysuna sína. Jólapeysugleði er hægt að halda hvar sem er og bæði ungir og aldnir geta tekið þátt og sótt sér efni við hæfi á jolapeysan.is. Jólapeysupartý má halda hvenær sem er, en átakinu lýkur formlega föstudaginn þrettánda desember.Barnaheill - Save the Children á Íslandi hleypa nú af stokkunum nýstárlegu og skemmtilegu fjáröflunarátaki sem nefnist Jólapeysan. Þá...

Slógu bæði heimsmet og Íslandsmet í maraþoni

Í dag hlupu tæplega 250 íslensk börn í barnamaraþoninu Kapphlaupinu um lífið, eða Race for Survival. Í Egilshöll hlupu nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á 2:01:22, sem er rúmum tveimur mínútum undir heimsmeti Kenýabúans Patrick Macau. Í Akraneshöll voru það nemendur Grundarskóla á Akranesi sem hlupu á 2:17:11, sem er einni sekúndu undir Íslandsmeti Kára Steins Karlssonar í september árið 2011.Í dag hlupu tæplega 250 íslensk börn í barnamaraþoninu Kapphlaupinu um lífið, eða Race for Survival. Barnaheill - Save the Children standa að hlaupinu sem 50 þúsund börn taka þátt í með boðhlaupsformi í 67 löndum. Í Egilshöll hlupu nemendur Ví&...

50 þúsund börn hlaupa í Kapphlaupinu um lífið

Á morgun munu 50 þúsund börn víðs vegar um heiminn hlaupa maraþon í boðhlaupsformi til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða í heiminum. Barnaheill standa fyrir barnamaraþoninu Kapphlaupið um lífið . Tæplega 250 íslensk börn taka þátt í hlaupinu í ár. Á morgun munu 50 þúsund börn víðs vegar um heiminn hlaupa maraþon í boðhlaupsformi til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða í heiminum. Barnaheill – Save the Children standa fyrir maraþoninu Kapphlaupið um lífið – eða Race for Survival. Tæplega 250 íslensk börn taka þátt í hlaupinu í ár. Þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið á Íslandi, en það fer f...

Spá óvenju köldum vetri í Sýrlandi

Veðurfræðingar spá óvenju hörðum vetri í Sýrlandi og nágrannalöndunum, þar sem meira en fimm milljónir sýrlenskra barna búa við afar erfiðar aðstæður. Þúsundir gætu átt í alvarlegum heilsufarsvandamálum af þessum sökum.Veðurfræðingar spá óvenju hörðum vetri í Sýrlandi og nágrannalöndunum, þar sem meira en fimm milljónir sýrlenskra barna búa við afar erfiðar aðstæður. Börnin geta átt von á vetri þar sem þau eru berskjölduð fyrir kulda, frosti og vætu. Þúsundir Sýrlendinga gætu átt í alvarlegum heilsufarsvandamálum af þessum sökum og þurft að kljást við ofkælingu og lungnabólgu.Samk...