Fréttir Barnaheilla

Fátækt barna á Íslandi

Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra.Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanf&oum...

Jólakort Barnaheilla 2013

Sala jólakorta er gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.Sala jólakorta er hafin. Jólakort Barnaheilla eru gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa þessi einstöku jólakort styður þú við bakið á öflugu starfi Barnaheilla – Save the Children hér á landi og erlendis og færir börnum um allan heim mannréttindi að gjöf.Í ár var ákveðið að nýta jólakort sem gefin hafa verið...

Heimilisfriður - heimsfriður - 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Líkt og undanfarin ár taka Barnaheill þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er alþjóðlegt þema átaksins kynbundið ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. En jafnframt er sjónum beint að heimilisofbeldi því að aðeins þegar friður er á heimilum næst friður í heiminum. Hér heima er yfirskrift átaksins „Heimilisfriður – heimsfriður“.Líkt og undanfarin ár taka Barnaheill þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins er Heimilisfriður - heimsfriður.Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991 og er þetta því í 22. skiptið sem átakið er haldið á heimsvísu. D...

Mjúkdýr IKEA gefa börnum betri tækifæri í lífinu

Mjúkdýrin í IKEA eru ekki bara skemmtilegir leikfélagar, heldur láta þau líka gott af sér leiða. Mjúkdýraleiðangur IKEA er árlegur viðburður og í ár stendur hann yfir frá 10. nóvember til 4. janúar. Mjúkdýrin í IKEA eru ekki bara skemmtilegir leikfélagar, heldur láta þau líka gott af sér leiða. Mjúkdýraleiðangur IKEA er árlegur viðburður og í ár stendur hann yfir frá 10. nóvember til 4. janúar. Á því tímabili gefur IKEA Foundation eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem selst í IKEA verslunum um allan heim, og rennur söfnunarféð til menntunar barna víðsvegar um heiminn. Þar að auki býðst viðskiptavinum IKEA á Íslandi að g...

Kastljós hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla

Kastljós, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2013 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenningin er veitt fyrir vandaða umfjöllun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum þar sem varpað er ljósi á afleiðingar ofbeldisins á börn. Með vandaðri umfjöllun sinni vakti Kastljós upp umræðu í samfélaginu. Vitundarvakning um málefnið er ein öflugasta forvörn sem völ er á.Kastljós, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2013 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Viðurkenningin er veitt fyrir vandaða umfjöllun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum &th...

Uppeldi sem forvörn - morgunverðarfundur

Byrjum brunninn uppeldi sem forvörn, er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins sem haldinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Fundurinn hefst klukkan 08:15 og stendur til kl 10:00.Byrjum brunninn uppeldi sem forvörn, er yfirskrift morgunverðarfundar Náum áttum hópsins sem haldinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 27. nóvember 2013. Fundurinn hefst klukkan 08:15 og stendur til kl 10:00.FramsöguerindiÞroski og velferð æskunnar - Uppeldisaðferðir foreldra. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor Menntavísindasvið HÍ.PMT- Oregon aðferð til að styrkja færni íslenskra foreldra.  Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri PMTO á Íslandi Uppeldi sem virkar, færni til framtí...

Öll börn eru mikilvæg - morgunverðarfundur

Seinni morgunverðarfundur í tilefni af lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn á Grand hótel miðvikudaginn 20. nóvember kl. 8.15-10.30.  20. nóvember 2013 er afmælisdagur Barnasáttmálans en þá verða 24 ár liðin frá því að hann var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum.Seinni morgunverðarfundur í tilefni af lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn á Grand hótel miðvikudaginn 20. nóvember kl. 8.15-10.30.  20. nóvember 2013 er afmælisdagur Barnasáttmálans en þá verða 24 ár liðin frá því að hann var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum.Da...

Örvænting á Filippseyjum - neyðarsöfnun

„Ástandið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Haiyan, sem gekk yfir Filippseyjar á föstudag, er grafalvarlegt og örvænting er að grípa um sig meðal þeirra sem komust af. Aðeins þeir sterkustu munu komast af ef ekki tekst að koma hjálpargögnum sem fyrst til fólksins og nú er mikilvægast að opna flugvöllin í Tacloban að fullu þar sem margir vegir eru ófærir.“ Þetta segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi.„Ástandið á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum Haiyan, sem gekk yfir Filippseyjar á föstudag, er grafalvarlegt og örvænting er að grípa um sig meðal þeirra sem komust af. Aðeins þeir sterkustu munu k...