Fréttir Barnaheilla

Stöndum saman um velferð barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla í samfélaginu til að hafa það sem er börnum fyrir bestu að leiðarljósi nú sem endranær vegna Covid-19 faraldursins.Börn þurfa öðrum fremur á umhyggju, stöðugleika og öryggi að halda.

Skrifstofa Barnaheilla er lokuð fram yfir páska

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður á Íslandi verður lokuð frá og með deginum í dag vegna hertari aðgerðum stjórnvalda. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða radgjof@barnaheill.is. 

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag föstudaginn 19. mars kl. 11:30 í Sorpu á Sævarhöfða.

Geta öll börn hjólað inn í sumarið?

Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát.

Vináttufréttir - mars 2021

Í febrúar gáfu Barnaheill – Save the Children á Íslandi út sögubókina Vinátta í leikskólanum. Í bókinni er þeim Friðriki og Katrínu fylgt eftir einn skóladag. Þeim finnst gaman í leikskólanum. Þar eiga þau marga góða vini, skemmta sér og læra eitthvað nýtt á hverjum degi.

Betra umhverfi fyrir framtíð barna og heilsu

. Samtökin hvetja alla sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að standa vörð um þá jörð sem börnin okkar erfa með því að vinna að umhverfisvernd.

Forvarnir á Íslandi og víðar, staða og stefna

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður fimmtudaginn 11. mars 2021 kl. 10:00 - 11:30  á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Forvarnir á Íslandi og víðar, staða og stefna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

Sýrland: 10 ár síðan stríðið hófst

Í næstu viku eru tíu ár liðin síðan að stríðið í Sýrlandi hófst. Stríðið hófst með mótmælum sem brutust út um land allt og nú hafa hundruð þúsundir manna látið lífið og milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín. Efnahagur og innviðir landsins eru að rústum komin og enn 10 árum síðar virðist ekkert lát vera á átökunum.

Líðan og lífstíll barna

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Líðan og lífstíll barna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

Covid-19: Að ári liðnu

Nú er eitt ár liðið síðan að Covid-19 heimsfaraldurinn fór að hafa áhrif á líf barna út um allan heim. Heil kynslóð barna hefur orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins og hafa börn þurft að aðlaga líf sitt að nýjum takmörkunum sem hafa m.a. haft áhrif á skólagöngu þeirra, efnahag fjölskyldna þeirra, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mörg börn hafa misst tengsl við fjölskyldu og vini. Sálfræðilegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig tekið sinn toll af heilsu barna, en að alast upp í heimsfaraldri hefur valdið kvíða og þunglyndi hjá mörgum börnum.