Fréttir Barnaheilla

Skýrsla íslenskra stjórnvalda um réttindi barna til umfjöllunar í nefnd Sþ

Önnur skýrsla íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sþ um réttindi barna var tekin til umfjöllunar í nefnd Sþ um réttindi barna í Genf í lok janúar sl. Skýrslan fjallar m.a. um réttarstöðu barna á Íslandi og skilgreiningu á hugtakinu barn, aðstöðu barna og þjónustu við þau á sviði heilbrigðis-, félags-, dóms- og menntamála. Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, var í hópi áheyrnarfulltrúa í Genf.Önnur skýrsla íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sþ um réttindi barna var tekin til umfjöllunar í nefnd Sþ um réttindi barna í Genf í lok janúar sl. Skýrsla...

Afmælisgjafir renna til Barnaheilla

Það færist í vöxt að afmælisbörn á öllum aldri afþakki blóm og gjafir á stórafmælum og óski frekar eftir því að hjálparstofnanir og samtök á borð við Barnaheill séu látin njóta þess. „Æ algengara er að Barnaheillum berist peningagjafir með þessum hætti sem nýtast vel til góðra verka," segir Kristín Jónasdóttir framkvæmdastjóri. „Peningagjafir afmælisbarna koma sér ætíð ákaflega vel og erum við afar þakklát fyrir stuðninginn."Það færist í vöxt að afmælisbörn á öllum aldri afþakki blóm og gjafir á stórafmælum og óski frekar eftir því að hjálparstofnanir og samt&o...

Ríkisstjórnin veitir 1 milljón til uppbyggingar skólastarfs í Afganistan

Ríkisstjórn Íslands hefur styrkt starfsemi Save the Children á Íslandi um eina milljón króna og mun féð renna til uppbyggingar skólastarfs í Afganistan. Að sögn Kristínar Jónasdóttur framkvæmdastjóra er ástandið í Afganistan enn mjög slæmt eftir stríð og hörmungar síðustu ára. Því sé afar mikilvægt að geta tekið þátt í hjálparstarfi fyrir börnin í landinu með stuðningi ríkisstjórnarinnar. Frekari upplýsingar um uppbyggingarstarf Save the Children í Afganistan er að vinna á vefnum, http://www.savethechildren.org/afghanistanRíkisstjórn Íslands hefur styrkt starfsemi Save the Children á Íslandi um eina milljón króna og mun féð renna ti...