Fréttir Barnaheilla

Opnunartími Barnaheilla yfir hátíðarnar

Skrifstofa Barnaheilla  verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 22. desember. Við opnum aftur á nýju ári, þriðjudaginn 2. janúar.

Barnaheill styðja við þróun Barnahúss í Rúmeníu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á síðustu mánuðum tekið þátt í samstarfi með systursamtökum sínum Barnaheillum – Save the Children í Rúmeníu (Salvati Copiii) vegna stofnunar og innleiðingar Barnahúss í Búkarest. Samstarfið ber yfirskriftina Saman til verndar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi – miðlun góðra starfsaðferða.

Blik í augum barna?

Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg.

Ný bók - Ég og vinir mínir

Það okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur nýja Vináttubók sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gefið út.

Öll börn eiga að vera látin laus tafarlaust

Barnaheill – Save the Children fagna því að vopnahléi hefur verið komið á milli Palestínu og Ísraels og unnið sé að því að frelsa gísla. Nokkrum ísraelskum og palestínskum börnum hefur verið sleppt úr haldi en Barnaheill krefjast þó að öll börn verða látin laus tafarlaust.

Heillagjafir fyrir börn á Gaza

Sala Heillagjafa Barnaheilla fyrir jólin 2023 er hafin og að þessu sinni rennur ágóði sölunnar til barna á Gaza. Átökin á Gaza hafa breytt lífi barna þar og upplifa þau ótta, kvíða og óvissu á hverjum degi.

Vilborg Oddsdóttir hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2023

Í dag veittu Barnaheill hina árlegu viðurkenningu, í 22. sinn, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember.

Andleg heilsa barna á Gaza komin yfir þolmörk

Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum vegna núverandi hernaðaraðgerða. Á það benda sérfræðingar Barnaheilla.

Börn eru fórnalömb átakanna

Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Palestínu og Ísrael og að skref verði tekin til að vernda líf barna. Börn eru fórnalömb átakanna og eru í mikill hættu á að slasast eða láta lífið.

Hvar fer fornvarnarfræðsla barna og ungmenna fram?

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 25. október nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni: Hvar fer forvarnarfræðsla barna og ungmenna fram?