Fréttir Barnaheilla

Jólakort Barnaheilla komin út - pantið tímanlega

Barnaheill bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að leggja málefnum barna lið með því að kaupa jólakort samtakanna. Kortin í ár eru sérstaklega hönnuð fyrir Barnaheill af listamönnunum Brian Pilkington og Claudiu Mrugwski. Í boði eru sex gerðir korta með og án innáprentunar ásamt umslögum. Jólakortin eru send styrktarfélögum samtakanna og á valin póstsvæði. Fyrirtæki og aðrir velunnarar geta nálgast kort á skrifstofu Barnaheilla, Suðurlandsbraut 24, 3. hæð eða með tölvupósti á netfangið barnaheill@barnaheill.is, einnig er hægt að nálgast pöntunarblað hér á vefnum, bæði fyrir jólakortin í ár og eldri gerðir.Pöntunarlisti 2003Eldri gerðir jólakortaBarnah...

Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra

Barnaspítali Hringsins hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla árið 2003 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.20. nóvember 2003Tilefni þess að við erum samankomin hér í dag, 20. nóvember 2003, er afhending viðurkenningar Barnaheilla, Save the Children samtakanna á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Stjórn samtakanna ákvað á síðasta ári að veita slíka viðurkenningu árlega og valdi til þess afmælisdag Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnarétta...

Hringurinn hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur að þessu sinni kvenfélagið Hringurinn. Viðurkenningin var veitt í morgun,  fimmtudaginn 20. nóvember, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, og Björk Sigurjónsdóttir, 9 ára nemi við Fossvogsskóla, afhentu Áslaugu B. Viggósdóttur, formanni Hringsins, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir, 9 ára nemi við Allegro suzuki-tónlistarskólann, lék á fiðlu.Stjórn Barnaheilla ákvað ári&et...

Barnaheill gáfu endurskinsvesti

Barnaheill gáfu í sumar tveimur leikskólum í Reykjavík, Álftaborg og Maríuborg, endurskinsvesti. Vestin eru merkt Barnaheillum og leikskólunum.Þau eru ætluð til útiveru og koma sér sérstaklega vel þegar farið er í vettvangsferðir núna í skammdeginu.Barnaheill gáfu í sumar tveimur leikskólum í Reykjavík, Álftaborg og Maríuborg, endurskinsvesti. Vestin eru merkt Barnaheillum og leikskólunum.Þau eru ætluð til útiveru og koma sér sérstaklega vel þegar farið er í vettvangsferðir núna í skammdeginu....