Fréttir Barnaheilla

Fjöldi námskeiða í boði á nýju ári

Barnaheill óska öllum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári verður margt spennandi að gerast hjá Barnaheillum. Til dæmis verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði nú í janúar og það fyrsta verður haldið n.k. mánudag 4. janúar.

Opnunartími yfir jól og áramót

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn í heiminum.  Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest. 

Milljónir barna þjást af vannæringu vegna Covid-19

Vegna faraldursins þjást milljónir af vannæringu vegna hungurs og er áætlað að fjöldi barna sem þjást muni af vannæringu í kjölfar heimsfaraldurs muni aukast um 9,3 milljónir barna. Í skýrslunni kemur fram að áætlað er að um 153 börn muni láta lífið á hverjum degi vegna vannæringar sem tengist Covid-19 næstu tvö árin.

Orðsending til jólasveina og foreldra

Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum.

Fjöldi barna sem ekki stundar nám í Norður-Sýrlandi tvöfaldast vegna heimsfaraldurs

Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í nærri tíu ár og hafa þau haft gríðarleg áhrif á menntun barna í landinu. En nú í kjölfar heimsfaraldurs fjölgar þeim börnum í landinu sem ekki geta stundað nám. Barnaheill - Save the Children áætla að helmingur þeirra barna, í Norður-Sýrlandi, sem stundaði nám fyrir heimsfaraldur hafi flosnað upp frá námi.

Ungt fólk á tímum Covid-19, félagslíf og félagstengsl

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 9. desember kl. 8:30 - 10:00 á Zoom.  Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Ungt fólk á tímum Covid-19, félagslíf og félagstengsl.